Nýir styrkir – rafstýrt baðkar
Hringurinn hefur samþykkt styrkbeiðni frá Rjóðrinu um kaup á rafstýrðu lyftubaðkari. Rjóðrið er hvíldar- og endurhæfingarheimili fyrir langveik og fötluð börn. Styrkurinn hljóðar upp á 1,7 milljónir króna.
Þá hefur Hringurinn samþykkt að styrkja heimsóknir ísbjarnarins Hrings á Barnaspítalann með 500 þúsund krónum. Ísbjörninn Hringur er mjög vinsæll meðal barnanna og heimsækir þau reglulega.