Baukar

Söfnunarbaukar Hringsins eru staðsettir víða um land, t.d. í Leifsstöð og á Selfossi þó flestir séu í Reykjavík. Í baukana kemur talsvert af erlendri mynt og seðlum sem Hringskonur kaupa og taka með sér og nota erlendis.
Við lánum einnig fallegan afmælisbauk sem sómir sér vel í hverskonar veislum.
Þeir sem fagna afmælum og öðrum stóráföngum geta fengið lánaðan fjáröflunarkassa Hringsins og biðja gesti um að láta fé renna í Barnaspítalasjóð Hringsins í stað þess að gefa gjafir.
Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband.