Styrkja Hringinn

Hringurinn er kvenfélag, stofnað árið 1904. Félagið  hefur að  markmiði að vinna að líknar- og mannúðarmálum, sérstaklega í þágu barna. Aðalverkefni félagsins um áratugaskeið hefur verið uppbygging Barnaspítala Hringsins. Mörg önnur verkefni, sem tengjast veikum börnum, hafa verið studd og styrkt, þeirra á meðal Barna- og unglingageðdeildin og ýmis sambýli fyrir fatlaða svo fátt eitt sé talið.

Allir styrkir renna óskiptir í Barnaspítalasjóð Hringsins.