Jóla- og tækifæriskort

Sala jólakorta er enn fastur liður jólafjáröflun Hringsins og hefst sala þeirra iðulega á Jólabasarnum. Ár hvert gefum við út nýtt jólakort og var jólakortið árið 2021 hannað af þjóðargerseminni Brian Pilkington. Jólakortið sýnir jólasveinana þrettán að annast lítil börn og auðvitað fær jólakötturinn að vera með.

 

Hringurinn selur einnig margs konar önnur tækifæriskort sem hægt er að sjá hér að neðan.