Jólaviðburðir

Fjáröflun Hringsins í aðdraganda jóla er mikilvæg. Sala jólakorta og jólanælu, Jólabasar og Jólakaffi með sínu víðfræga happdrætti eru fastir liðir í starfseminni.

 

Jólabasar

Jólabasar Hringsins er orðinn víðfrægur og er hann haldinn fyrsta sunnudag í nóvember. Basarnefnd Hringsins heldur utan um handavinnu Hringskvenna sem vinna hörðum höndum tvo daga í viku að því að búa til vörur á basarinn.

Á Jólabasarnum eru til sölu fallegar útsaumsvörur, prjónavörur, fallegt jólaföndur, gómsætar tertur og bakkelsi og að
ógleymdum jólakortunum.

 

Jólakaffi og -happdrætti

Jólakaffi og -happdrætti Hringsins er haldið fyrsta sunnudag í desember.

Á jólakaffinu svigna hlaðborðin undan kræsingum Hringskvenna og koma fjölskyldur saman til að njóta veitinganna, samverunnar, skemmtiatriðanna og happdrættisvinningana. Jólakaffið er yndisleg samverustund og er þetta mikilvægur þáttur í jólahaldi Hringskvenna.

Á jólakaffinu fer einnig fram jólahappdrætti Hringsins. Hópur félagskvenna hefur samband við fyrirtæki og einstaklinga og óskar eftir stuðningi í formi vinninga. Hringurinn á marga velunnara og án þeirra væri happdrættið ekki eins glæsilegt og raun ber vitni.  Á deginum sjálfum er einstaklega gaman að fá barnalækna til að aðstoða við að selja happdrættismiða, Hringskonur afhenda síðan vinningana og er ánægjulegt að sjá gleði vinningshafanna, ekki spillir fyrir að gestir okkar vita að allt happdrættisféð rennur í Barnaspítalasjóðinn.