Hringurinn Logo

Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþonið er ein af mikilvægustu fjáröflunarleiðum Hringsins. Hringurinn tekur þátt í Fit and Run Expo á vegum Reykjavíkurmaraþonsins þar sem hlauparar geta hitt á Hringskonur og fengið afhentan þakklætisvott.
Á sjálfan hlaupadaginn eru Hringskonur að sjálfsögðu með hvatningarstöð til að hvetja hlauparar áfram síðasta spölinn.

Við hvetjum vini og velunnara Hringsins að heita á hlauparana okkar. – Margt smátt gerir eitt stórt!