Styrkja Hringinn

Hringskonur vinna allt árið um kring að því að safna fé í Barnaspítalasjóðinn. Sala jólakorta, jólakaffi, -basar og -happdrætti eru fastir liðir í starfseminni. Aðrir stórir liðir eru Gjafahornið, þar sem seld er handavinna Hringskvenna, sala minningarkorta og tækifæriskorta og fjáröflunarbaukar sem eru víða, til dæmis í Leifsstöð.

Barna- og Krakkahornið

Í Barna- og krakkahorninu eru seld handavinna Hringskvenna.

Barnahornið miðast við börn frá fæðingu og að tveggja ára aldri. Sala á handavinnu fyrir barnahornið fer aðallega fram í vefverslun okkar og í veitingastofu Hringsins á Barnaspítalanum.

Krakkahornið miðast við börn frá tveggja ára aldri og upp úr. Helstu sölustaðir handavinnu fyrir krakkahornið eru pop up sölur og aðrir viðburðir á vegum Hringsins.

Allar pop up sölur eru auglýstar á Facebook síðu okkar. Endilega fylgist með!

Hringurinn á Facebook
Söfnunarkassi

Baukar

Söfnunarbaukar Hringsins eru staðsettir víða um land, t.d. í Leifsstöð og á Selfossi þó flestir séu í Reykjavík. Í baukana kemur talsvert af erlendri mynt og seðlum sem Hringskonur kaupa og taka með sér og nota erlendis.

Við lánum einnig fallegan afmælisbauk sem sómir sér vel í hverskonar veislum.
Þeir sem fagna afmælum og öðrum stóráföngum geta fengið lánaðan fjáröflunarkassa Hringsins og biðja gesti um að láta fé renna í Barnaspítalasjóð Hringsins í stað þess að gefa gjafir.
Áhugasamir endilega hafið samband.

Hafa samband

Erfðagjafir

Erfðagjafir felast í því að ánafna hluta af eignum þínum til einstaklinga, stofnana, félaga eða annarra lögpersóna sem eru þér kær. Erfðagjöf er því ekki gjöf sem þú gefur í dag heldur mun hún berast eftir þinn dag.
Erfðagjafir til góðgerðarfélaga eru undanskildar erfðafjárskatti.

Skoða nánar

Heiðursgjafabréf

Fyrir þá sem vilja láta gott af sér leiða þegar þeir fagna stórum tímamótum í lífi sínu, til dæmis brúðhjónum, afmælisbörnum, eða þeim sem afþakka gjafir, er Heiðursgjafabréf Hringsins falleg gjöf sem gefur áfram.
Í bréfinu er tilkynnt að viðkomandi hafi af nefndu tilefni gefið peningaupphæð í Barnaspítalasjóð Hringsins.
Áhugasamir endilega hafið samband.

Hafa samband

Jóla- og tækifæriskort

Sala jólakorta er enn fastur liður jólafjáröflun Hringsins og hefst sala þeirra iðulega á Jólabasarnum. Ár hvert gefum við út nýtt jólakort og var jólakortið árið 2021 hannað af þjóðargerseminni Brian Pilkington. Jólakortið sýnir jólasveinana þrettán að annast lítil börn og auðvitað fær jólakötturinn að vera með.

Hringurinn selur einnig margs konar önnur tækifæriskort.

Skoða nánar

Jólaviðburðir

Fjáröflun Hringsins í aðdraganda jóla er mikilvæg.
Sala jólakorta og jólanælu, Jólabasar og Jólakaffi með sínu víðfræga happdrætti eru fastir liðir í starfseminni.

Jólabasar Hringsins er orðinn víðfrægur og er hann haldinn fyrsta sunnudag í nóvember.
Jólakaffi og -happdrætti Hringsins er haldið fyrsta sunnudag í desember.

Skoða nánar

Minningarkort

Í meira en 100 ár hefur Hringurinn selt minningarkort og eru þau enn í dag stór þáttur í fjáröflunarstarfi okkar. Minningarkort eru frábær leið til að minnast þeirra sem voru manni kær og um leið að láta gott af sér leiða.

Skoða nánar

Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþonið er ein af mikilvægustu fjáröflunarleiðum Hringsins.

Við hvetjum vini og velunnara Hringsins að heita á hlauparana okkar. – Margt smátt gerir eitt stórt!

Hlaupastyrkur

Sækja um aðild

Umsókn um inngöngu í Hringinn

Langar þig að starfa að góðu málefni í skemmtilegum félagsskap. Endilega kíktu á umsóknarformið okkar!