Heiðursgjafabréf

Fyrir þá sem vilja láta gott af sér leiða þegar þeir fagna stórum tímamótum í lífi sínu, til dæmis brúðhjónum, afmælisbörnum, eða þeim sem afþakka gjafir, er Heiðursgjafabréf Hringsins falleg gjöf sem gefur áfram.
Í bréfinu er tilkynnt að viðkomandi hafi af nefndu tilefni gefið peningaupphæð í Barnaspítalasjóð Hringsins.
Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband.