Hringurinn Logo

Ábyrg fjármál

Hringurinn er félag sem vinnur að líknar- og mannúðarmálum sérstaklega í þágu barna. Félagið er vinnufélag og er öll vinna Hringskvenna sjálfboðavinna.

Í Barnaspítalasjóð Hringsins renna styrkir, gjafir og allt fé sem Hringskonur safna. Styrkveitingar eru jafnframt greiddar úr sjóðnum.

Hringskonur greiða árgjald sem rennur til félagsins og er það fé nýtt til að standa undir rekstarkostnaði félagsins. Konur greiða sjálfar fyrir veitingar á félagsfundum, ferðakostnað og allt annað sem gert er til skemmtunar.

Þá er Veitingastofa Hringsins rekin sjálfstætt.

Ársreikningar Barnaspítalasjóðs Hringsins, Kvenfélagsins Hringurinn og Veitingastofu Hringsins eru ávallt endurskoðaðir af löggiltum endurskoðendum.

Í hvívetna reyna Hringskonur að halda kostnaði í lágmarki og nýta þá fjármuni er safnast sem allra best fyrir málstaðinn.