Jólabasar Hringsins 2016
Hinn víðfrægi Jólabasar Hringsins verður á Grand Hótel Reykjavík sunnudaginn 6. nóvember kl. 13.
Einstaklega fallegir handgerðir munir til sölu. Að ógleymdri kökusölunni, með tertum, smákökum og hvers kyns kruðeríi. Jólabasarinn markar líka upphaf jólakortasölu Hringsins.