Hringurinn tekur við gjöf
Þessar flottu systur, Emma Lóa og Lía Dís, héldu nýlega tombólu þar sem þær seldu perlulistaverk sem þær höfðu unnið að í allan vetur. Systurnar söfnuðu tæplega 9.000 kr. og rann allur ágóðinn til Hringsins.
Anna Björk Eðvarðsdóttir, formaður Hringsins, veitti gjöfinni viðtöku og afhenti stöllunum þakkarskjal frá Hringnum. Takk kærlega fyrir stuðninginn okkar kæru.
Myndbirting með leyfi forráðamanna.