Hringurinn tekur við gjöf
Myndlistamaðurinn Þórir Gunnarsson og bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2021, einnig þekktur sem Listapúkinn, kom færandi hendi þegar hann færði okkur glæsilegt málverk sem hann málaði af Barnaspítalanum. Málverkið hangir nú uppi á veitingastofu okkar á spítalanum.
Gaman er að segja frá því að þetta er ekki í fyrsta sinn sem Þórir hefur sýnt stuðning sinn í verki, en hann hefur nokkrum sinnum hlaupið fyrir Hringinn í Reykjavíkurmaraþoninu.
Takk kærlega fyrir fallega gjöf, kæri Þórir, og allan þinn stuðning í gegnum árin! 💙