Hringurinn gefur tvö ljósameðferðarteppi

Í apríl samþykkti stjórn Hringsins styrk til Vökudeildar Barnaspítala Hringsins til kaupa á tveimur ljósameðferðarteppum að fjárhæð 1.634.000 kr.
 
Um er að ræða tvö ljósateppi sem sveipað er utan um nýburann til meðferðar við nýburagulu. Besti árangur meðferðar næst með að geta meðhöndlað sem mest yfirborð líkamans og með þessari tækni, þar sem barnið er sveipað í ljósi, er stærra yfirborð líkamans meðhöndlað og auðveldar meðferð og minnkar líkur á alvarlegum fylgikvillum nýburagulu.
 
Kostur þess er einnig sá að barnið þarf ekki að liggja í hitakassa á meðan meðferð stendur, heldur getur verið hjá foreldrum sínum, getur nærst óhrindrað án þess að ljósameðferð sé rofin og meðferð stendur styttra yfir.

Aðrar fréttir