Hringurinn gefur þrjú tæki
Á síðasta fundi ársins samþykkti stjórn Hringsins þrjá styrki: – Til Vökudeildar Barnaspítala Hringsins til kaupa á blóðgastæki til mælinga á lífefnum í blóði að fjárhæð 5.042.654 kr. – Til Barna- og kvennasviðs Landspítalans til kaupa á magaspeglunartæki að fjárhæð 2.811.150 kr. – Til Barna- og kvennasviðs Landspítalans til kaupa á einu háflæði-rakatæki ásamt aukabúnaði og tveimur innúðavélum að fjárhæð 606.505 kr.