Hringurinn gefur speglunartæki

Í apríl samþykkti stjórn Hringsins styrk til Heila- og taugaskurðlækninga á Landspítalanum til kaupa á speglunartæki fyrir heila- og taugaskurðlækningar að fjárhæð 1.315.236 kr.⁠
 
Aðgerðir á heila hafa verið gerðar á Landspítalanum í mörg ár með speglunartæki sem er komið vel til ára sinna og nauðsynlegt að endurnýja.
 
Speglunaraðgerðir á heila hafa verið stundaðar lengi. Þetta eru aðgerðir sem eru gerðar á meðfæddu vatnshöfði hjá börnum, meðfæddum blöðrumyndunum og æxli eða himnumyndun innan heilahólfa.
 
Brýnt er að endurnýja tækið svo hægt sé að standa sem best að meðhöndlun á ofangreindum aðstæðum.

Aðrar fréttir