Hringurinn gefur rafknúin sogdren
Stjórn Hringsins samþykkti nýverið styrkbeiðni frá Hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítalans til kaupa á tveimur rafmagns sogdrenum fyrir lungnaaðgerðir. Tækin kosta samtals kr. 1.300.000.-
Með tækjunum er hægt að stilla sogþrýstinginn, til dæmis fyrir börn, og tækið mælir vökvasöfnun en líka loftleka á hverri klukkustund. Aðal ávinningurinn er þó að tækin eru rafmagnsdrifin og sjúklingarnir þurfa því ekki að vera tengir við sog í vegg. Því er auðvelt að færa sjúklingana, til dæmis í rannsóknir og hafa sogið áfram á.