Hringurinn gefur endurlífgunarborð

Í apríl samþykkti stjórn Hringsins styrk til Fæðingarvaktar 23B til kaupa á endurlífgunarborði að fjárhæð 2.649.850 kr.
 
Endurlífgunarborðið er sérhannað borð með þeim búnaði sem þarf til við endurlífgun á barni. Auðvelt er að komast að því frá þremur hliðum þannig að fleiri en einn aðili geti sinnt barninu samtímis.
Árið 2008 gaf Hringurinn þrjú svipuð borð sem hafa nýst vel og eru enn í notkun í sínum fæðingarstofum. Verða nú borð í fleiri af stærri fæðingarstofunum.

Aðrar fréttir