Hringurinn gefur CPAP síblásturstæki

Í október samþykkti félagsfundur Hringsins styrk til Vökudeildar Barnaspítala Hringsins til kaupa á 6 CPAP síblásturstækjum og fylgihlutum að fjárhæð 10.620.600 kr.
 
CPAP eru notuð til að styðja við öndun barna sem þurfa öndunarstuðning fyrstu dagana eða vikurnar eftir fæðingu. Síblásturstæki gera það að verkum að hægt er að gefa barni súrefnisblandað, upphitað og rakamettað loft gegn þrýstingi og léttir það verulega hvern andardrátt fyrir barn sem þarf stuðning. Þessi meðferð er gríðarlega mikilvæg og kemur oft í veg fyrir að barn þurfi öndunarvélameðferð sem er mun meira inngrip fyrir barnið.

Aðrar fréttir