Góðar gjafir í Barnaspítalasjóðinn

Barnaspítalasjóður Hringsins fékk höfðinglegar gjafir í sumar.

Hjónin Kristján G. Jónsson og Guðrún R. Guðmundsdóttir gáfu eina milljón króna í tilefni af áttræðisafmæli Kristjáns. Gjöfin er til minningar um systur Kristjáns, Rósamundu Jónsdóttur sem fæddist 11. janúar 1942 og lést aðeins ellefu daga gömul. Hringskonur þakka þeim heiðurshjónum innilega fyrir.

Vinir okkar í Tólfunni, stuðninssveit íslenska landsliðsins komu færandi hendi. Þau gáfu 300 þúsund krónur í Barnaspítalasjóð Hringsins sem var afrakstur uppboðs sem var haldið í tilefni á landsleik Íslands og Tékklands. Tólfan var einnig með hlaupahóp í Reykjavíkurmaraþoni sem hljóp til styrktar Hringnum. – Kærar þakkir Tólfa. – Áfram Ísland.

Aðrar fréttir