Einstök jólagjöf
Barnaspítalasjóður Hringsins fékk einstaka jólagjöf. Óttar Egill Arnarsson fermdist síðastliðið vor. Hann ákvað að gefa 100 þúsund krónur af fermingarpeningunum í Barnaspítalasjóðinn og verður þeim skipt á milli Barnaspítalans og Vökudeildarinnar. Þetta er einstaklega fallega hugsað og við sendum Óttari og fjölskyldu hans bestu óskir um Gleðileg jól með kæru þakklæti.