Aðalfundur Hringsins
Aðalfundur Hringsins var haldinn í byrjun maí. Í skýrslu stjórnar kom fram að á árinu 2017 voru veittar 97 milljónir króna úr Barnaspítalasjóði Hringsins til margvíslegra tækjakaupa. Fjáröflun Hringsins gekk vel og rennur afraksturinn óskertur í Barnaspítalasjóðinn.
Á aðalfundinum var kosinn nýr formaður félagsins. Anna Björk Eðvarðsdóttir tók við formennskunni af Sonju Egilsdóttur sem verið hefur formaður síðastliðin fjögur ár. Hringurinn þakkar Sonju fyrir einstaklega farsæl störf í þágu félagsins.
Á myndinni eru þær Anna (til vinstri) og Sonja.