Hringurinn gefur sjö “High flow” tæki
Í Reykjavíkurmaraþoninu í sumar hófum við söfnun fyrir sjö “High flow” tækjum sem veita aukinn stuðning við börn með öndunarörðugleika og minnka þörf fyrir ýmsar inngripsmeiri aðgerðir. Með gleði í hjarta getum við tilkynnt að stjórn Hringsins hefur samþykkt styrk til Vöku- og barnadeildar Barnaspítala Hringsins til kaupa á tækjunum að fjárhæð 4.782.646 kr.