Nýjar styrkveitingar upp á 9,5 milljónir króna
Eftirtaldar styrkbeiðnir voru samþykktar á stjórnarfundi Hringsins 20. janúar. Samtals hljóða þær upp á rúmlega 9,5 milljónir króna.
Háls- nef og eyrnaskurðlækningadeild Landspítala. Tvær holsjármyndavélar að upphæð kr. 2.309.161.- án vsk.
Árið 2013 styrkti Hringurinn deildina þegar útbúin var sérhæfð skoðunarstofa fyrir börn. Hluta af þeim búnaði þarf nú að endurnýja.
Skurðstofa Kvennadeildar LSH. Endurlífgunarborð og öndunarstoðtæki fyrir nýbura, bráðavagn og veggfesting fyrir tölvu að upphæð kr. 2.535.595.- án vsk.
Barnaspítali Hringsins. Magaspeglunartæki fyrir stálpuð börn og unglinga að upphæð kr. 3.199.806.- án vsk.
Barnaspítali Hringsins. Berkjuspeglunartæki fyrir börn að upphæð kr. 1.467.800.- án vsk.
Samtals styrkveitingar að upphæð kr. 9.512.362.- án vsk.