Jólakort Hringsins 2019 – vefborðar

Jólakortasala Hringsins 2019 hófst formlega á Jólabasar Hringsins 3. nóvember.

Jólakortið í ár er mynd eftir Jóhannes Sveinsson Kjarval sem ber heitið Blómakarfa á borði.

Allur ágóði af sölu jólakortanna mun renna óskiptur til að bæta aðstæður fyrir börn og aðstandendur þeirra í íbúðum Barnaspítalans.

Við bjóðum átta jólakort með texta í pakka. Hver pakki kostar 1500 kr. eins og undanfarin ár. Einnig er hægt að kaupa kortið án texta.

 

Vefborðar

Við bjóðum einnig fyrirtækjum og einstaklingum að setja vefborða í tölvupósta. (Sjá sýnishorn hér vinstra megin).

Einnig er hægt að fá borðann á ensku. Ef keypt eru 200 jólakort eða fleiri fylgir styrktarborði fyrir tölvupóst með í kaupunum.

Þau fyrirtæki sem senda ekki jólakort en vilja leggja málefninu lið geta keypt borðann.

Verð á borðanum fer eftir fjölda starfsmanna og er eftirfarandi:

1 – 10 starfsmenn kr. 15.000.-
11 – 30 starfsmenn kr. 25.000.-
31 – 100 starfsmenn kr. 30.000.-
101 eða fleiri kr. 50.000.-

Pantanir og upplýsingar: [email protected]

Aðrar fréttir