Nýir styrkir
Stjórn Hringsins hefur samþykkt að veita tvo nýja styrki til Barnaspítala Hringsins. Annars vegar 3,8 milljónir til að kaupa fjarlækningabúnað fyrir sérhæfðar speglanir á og hins vegar 2,6 milljónir til að kaupa endurlífgunardúkku. Þar með hefur Hringurinn veitt styrki upp á rúmar 35 milljónir króna á þessu ári. Upplýsingar um aðra styrki sem hafa verið veittir á árinu eru í eldri frétt hér á vefnum sem birtist 24. október.