Pokar og bolir fyrir krabbameinsveik börn
Nýlega var leitað til Hringsins um að sauma poka og vasa á boli fyrir krabbameinsveik börn til að setja slöngur í.
Tvær Hringskonur tóku verkið að sér og það var með mikilli gleði og ánægju að afhentir voru 56 bolir, samfellur og pokar.
Á myndinni hér fyrir neðan eru f.v. Vilborg Ævarsdóttir varaformaður Hringsins, Petra Gísladóttir, Sigrún Þóroddsdóttir deildarstjóri á Barnaspítalanum, Guðný Sölvadóttir Hringskona og Anna Björk Eðvarðsdóttir formaður Hringsins.
Þær Petra og Guðný saumuðu pokana og vasa á boli og samfellur.