Aðalfundur Hringsins 2016
Aðalfundur Hringsins var haldinn 4. maí. Fjáröflun á árinu 2015 gekk vel. Styrkveitingar námu rúmri 21 milljón króna. Sonja Egilsdóttir var endurkjörin formaður Hringsins. Aðrar í stjórn eru Sigrún Soffía Hafstein varaformaður, Kristín Klara Einarsdóttir, Pálína Sveinsdóttir og Þóra Sveinsdóttir. Í varastjórn eru Anna Björk Eðvarðsdóttir, Elín Ögmundsdóttir, Guðrún Björnsdóttir og Vilborg Ævarsdóttir. Hringurinn er vinnufélag. Allt fé sem Hringskonur safna, gjafir og áheit rennur óskipt í Barnaspítalasjóð Hringsins. Allt starf er unnið í sjálfboðavinnu, yfirbygging félagsins er engin og félagið rekið með félagsgjöldum Hringskvenna sjálfra. Við þökkum velunnurum Hringsins innilega fyrir stuðninginn.