Styrkveitingar ársins 2015
Styrkveitingar Hringsins á árinu 2015 námu 22,5 milljónum króna.
Á árinu veitti Hringurinn styrki til eftirfarandi:
Barnaspítali Hringsins. Barnaskurðborð ásamt fylgihlutum. Myrkvunargluggatjöld á sjúkrastofur. Glermilliveggir við sturtur á barnadeild.
Skurðstofur E-5, LSH Fossvogi. Barnaskurðborð ásamt fylgihlutum.
Hjarta- og lungnaskurðdeild LSH. CellSaver blóðhreinsunartæki og HMS tæki sem mælir storku blóðs.
Svæfinga- og gjörgæsludeild LSH. Sérhæft tæki til barkaþræðingar hjá börnum. Ómhaus til notkunar við ísetningu æðaleggja hjá börnum. Sérhæft tæki til barkaþræðingar sem nýtist í bráðaaðgerðum þegar nauðsynlegt er að svæfa konur við keisaraskurð og í bráðatilfellum þegar ófrískar konur fara í hjartastopp utan skurðstofu.
Göngudeild ofnæmis og lungna, LSH Fossvogi. iPad Air 1 ásamt varnarhulstri.
Skammtímavistun Álfalandi 6. Tveir iPad Air ásamt varnarhulstrum, tvö sérútbúin barnarúm, barnakerra Swifty með fylgihlutum, bað- og salernisstóll ásamt fylgihlutum og barnakerra Novus með fylgihlutum.
Skammtímavistun Árlandi 9. Tölva og skjár, sjónvarp, hljómflutningstæki og leikjatölva með tveimur fjarstýringum.
Sjónarhóll. Rekstrarstyrkur til vegna starfsmanns í fullu starfi og hálfrar stöðu foreldraráðgjafa.
Öll verkefni Hringsins eru unnin í sjálfboðaliðastarfi Hringskvenna. Yfirbygging félagsins er engin og allir fjármunir sem safnast renna í Barnaspítalasjóð Hringsins.
Hringskonur þakka traust velunnara og stuðning við starf félagins. – Saman tryggjum við börnum á Íslandi bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á.