Nýjar styrkveitingar

Nýjar styrkveitingar Hringsins: Barnaskurðborð með fylgihlutum fyrir skurðstofur í Fossvogi og Kvennasvið LSH fær sérhæft tæki til barkaþræðingar.

Á skurðstofum E-5 í Fossvogi eru árlega framkvæmdar nærri 700 aðgerðir á börnum. Þar hefur aldrei verið til barnaskurðboð. Styrkur Hringsins hljóðar upp á rúmar tvær milljónir króna.

Veittur er styrkur til Kvennasviðs til kaupa á barkaspegli að upphæð 1,3 milljónir króna. Hann mun nýtast í bráðaaðgerðum þegar nauðsynlegt er að svæfa konur við keisaraskurð og í bráðatilfellum þegar ófrískar konur fara í hjartastopp utan skurðstofu.

Þessar nýju styrkveitingar Hringsins hljóða því samtals upp á 3,3 milljónir króna.

Aðrar fréttir