Hlauptu hring fyrir Hringinn

Hringur fyrir Hringinn í Reykjavíkurmaraþoninu – Söfnum fyrir tæki sem er bylting í fyrstu meðferð fyrirbura!
 Í maraþoninu í ár söfnum við fyrir bráðabúnaði fyrir fyrirbura sem gerir heilbrigðisstarfsfólki kleift að hefja meðferð barns áður en klippt er á naflastreng. Til þess að það sé hægt þarf sérstakt borð með bráðabúnaði og hitalampa sem hægt er að staðsetja við hlið fæðingarrúms.
 
Nýjustu rannsóknir benda til þess að sérstaklega hjá fyrirburum sé mikill ávinningur að bíða með að skilja á milli í a.m.k. eina mínútu eftir fæðingu og helst lengur en á sama tíma þarf að gæta þess að halda hita á barninu og veita því þá öndunaraðstoð og aðra bráðameðferð sem þarf.
 
Þetta er algjör bylting í fyrstu meðferð fyrirbura.
 
Hægt er að skrá sig í Reykjavíkurmaraþonið hér.
 
Við hvetjum hlauparana okkar að vera með í Facebook hlaupahópnum okkar.
 
Hlökkum til að sjá ykkur í hlaupinu 19. ágúst og á Fit and run hátíðinni dagana fyrir hlaupið!

Aðrar fréttir