Hálsmen Hringsins 2022 er komið aftur!
Hálsmen Hringsins eru komin aftur í tæka tíð fyrir jólin.
Menið sem er afrakstur samstarfs Hringsins og Hildar Hafstein er fáanlegt í tveimur útgáfum, úr sterling silfri og gullhúðuðu silfri.
Hálsmenin fást að sjálfsögðu í vefverslun okkar en eru einnig seld hjá Hildi Hafstein Klapparstíg 40 og í verslun Epal í Skeifunni.
Allur ágóði af sölu hálsmenanna rennur óskiptur í Barnaspítalasjóð Hringsins.
Hér er hægt að versla hálsmen Hringsins 2022. Ef ætlunin er að gefa það í gjöf er tilvalið að grípa jólakort Hringsins með.