Listvíettur, til styrktar góðu málefni.
Verslunin Epal og hönnunarstofan Reykjavík Letterpress hafa tekið höndum saman og fá að borðinu listamenn orða og mynda til þess að fanga einfaldleika servíettuformsins. Myndlistarmaðurinn Leifur Ýmir Eyjólfsson er sá fyrsti sem gefur verk sitt til málefnisins og tengdi munnþurrkuna við þann skemmtilega leik að mata börn.
Allur ágóði af sölu rennur til Barnaspítalasjóðs Hringsins og koma listvíetturnar í takmörkuðu upplagi.
Verð: 2.500 kr.
Um listamanninn: Leifur Ýmir fæddist á níunda níunda áratug síðustu aldar og býr og starfar í Reykjavík. Hann útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands og hefur sýnt við ýmis tækifæri bæði hér heima og erlendis. Leifur Ýmir hefur fengið ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín og í listsköpun sinni fæst hann aðallega við innsetningar í rými og annað. Verk eftir Leif Ýmir eru í eigu safna og fjölda einstaklinga.