Hringurinn gefur barnavöggur

Í október samþykkti stjórn Hringsins styrk til Fæðingarvaktar 23B og Meðgöngu- og sængurlegudeildar 22A til kaupa á 25 stk. af barnavöggum með hæðarstillingum og dýnum að fjárhæð 6.048.387 kr.
 
Í Reykjavíkurmaraþoninu í sumar söfnuðum við fyrir barnavöggunum þar sem plastið í vöggunum sem fyrir voru hafði ekki enst vel og orðið sprungið og brotið. Það þýddi að ekki var hægt að sótthreinsa þær nógu vel og því bráðnauðsynlegt að endurnýja þær.
 
Það er virkilega gleðilegt að geta tilkynnt styrkveitinguna og að fá að vera þátttakendur í að búa sem best um hjartagull okkar allra.

Aðrar fréttir