Í febrúar síðastliðnum héldu nemendur Verzlunarskóla Íslands góðgerðarviku. Settu formenn Góðgerðarráðs skólans sér það markmið að safna einni milljón til styrktar Barnaspítalasjóði Hringsins.
Með ótrúlega skemmtilegum og uppátækjasömum leiðum náðu þessir mögnuðu nemendur skólans markmiðinu!
Hér afhenda Anna Björk Eðvarðsdóttir, formaður Hringsins, og Guðrún Þóra Arnardóttir, varaformaður Hringsins, Góðgerðarráði Verzlunarskólans þakkarbréf frá félagskonum.
Innilegar þakkir, elsku nemendur. Þið eruð ótrúleg!