Ætlar þú að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu 20. ágúst? Af hverju ekki að hlaupa hring fyrir Hringinn?
Hringurinn safnar nú fyrir nýjum vöggum fyrir fæðingarþjónustuna – vöggur sem flestir Íslendingar nýta sér. Bráðnauðsynlegt er að endurnýja vöggurnar þar sem plastið í þeim hefur ekki enst vel og er orðið sprungið og brotið. Það þýðir að ekki er hægt að sótthreinsa þær nógu vel.
Þær vöggur sem við söfnum fyrir núna er með ábyrgð frá framleiðanda um að plastið þoli sótthreinsun vel. Þetta eru vöggur sem er hægt að hækka og lækka, þannig að mæður sem eiga erfitt með hreyfingu eftir fæðingu geta rennt vöggunni yfir rúmið hjá sér og náð betur til barnsins og séð betur til þess. Eins er hægt að halla höfðalaginu hjá barninu með einu handtaki, þegar það liggur í vöggunni, sem getur verið gott þegar nýfædd börn eru með ógleði eftir fæðinguna, sem er ekki ósjaldan.
Hlauparar Hring fyrir Hringinn velkomnir á Facebook síðu hlaupara.
Þá verðum við með bás á Fit&Run expo 18. og 19. ágúst og hvetjum hlauparana okkar til að kíkja við, ná í glaðningana sína og segja hæ.
Hlökkum til að sjá ykkur 20. ágúst!