Á myndinni má sjá yndislegu systkinin Bergþóru Dís, 9 ára, og Sævar Mána, 2 ára. Fyrir jólin ákvað Bergþóra Dís að teikna myndir og selja til styrktar
Barnaspítala Hringsins. Hún sagði Barnaspítalann hafa bjargað lífi bróður síns en hann hefur þurft á aðstoð spítalans að halda. Safnaði þessi öfluga stúlka alls 35.000 kr. og rann ágóðinn til Hringsins!
Takk kærlega fyrir stuðningin kæra Bergþóra Dís 💙
Myndbirting með leyfi forráðamanna.