Í nóvember samþykkti Hringurinn þennan þrískipta styrk til Barnasvæfingateymis Landspítalans að fjárhæð 495.143 kr. og langar okkur að segja ykkur örlítið betur frá þeim 💙
– Astodia ljósgjafinn er notaður við uppsetningu æðaleggs hjá fyrir- og nýburum. Hann er settur upp við húðina og sjást þá litlu æðarnar mun betur og auðveldara að koma leggnum fyrir.
– Tempurkoddinn minnkar þrýsting og líkur á þrýstingssári um 19,2% miðað við svampkodda, og sérstakt hringlaga form hans er hagstætt þegar meðhöndla þarf öndunarveg barna fyrir svæfingu.
– Þrír sérhæfðir leikir í gleraugunum virkja mismunandi stöðvar heilans og fjarlægja þannig athygli barns frá hugsanlegum sársauka. Gleraugun munu gagnast börnum við uppsetningu æðaleggs eða fyrir aðgerð.