Jólakortið 2021
Við kynnum með stolti jólakort Hringsins árið 2021!
Kortið í ár hannaði enginn annar en þjóðargersemin Brian Pilkington en kortið sýnir jólasveinana þrettán að annast lítil börn og auðvitað fær jólakötturinn að vera með.
Sala jólakortanna hefst á Jólabasarnum næstkomandi sunnudag!
Í kjölfarið verða kortin, ásamt merkimiðum, til sölu í vefverslun okkar sem og í verslunum Pennans Eymundsson, Hagkaups, Lyf og heilsu, Apótekarans og í Melabúðinni.
Allur ágóði rennur óskiptur í Barnaspítalasjóð Hringsins 💙