Aðgerðarlampi afhentur
Í apríl styrkti Hringurinn Gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi til kaupa á aðgerðarlampa og í byrjun mánaðarins fengum við að bera gripinn augum 😍
“Lampi sem þessi hefur ekki verið til á deildinni og kemur að góðum notum. Komið hafa upp aðstæður á deildinni þar sem lýsing er ekki nægilega góð fyrir mat og aðgerðir vegna áverka barna. Vegna áverka eftir bruna og slys þarf til dæmis góða lýsingu til þess að skurðlæknir geti metið alvarleika áverka og útbreiðslu þeirra. Með lampa sem þessum er hægt að sinna þessu betur inn á gjörgæsludeildinni. Þá þarf ekki að flytja barnið á skurðstofu þar sem lýsing er betri. Slíkir flutningar geta verið áhættusamir fyrir börn í tvísýnu ástandi.”