Í apríl héldum við glæsilegt góðgerðabingó þar sem við söfnuðum fyrir tveimur tækjum – annars vegar svefnrita og hins vegar koltvíoxíðmæli – til að rannsaka kæfisvefn barna.
Það safnaðist vel upp í tækin og hefur stjórn Hringsins nú samþykkt styrk til Barna- og kvennasviðs Landspítalans til kaupa á tækjunum að fjárhæð 8.628.563 kr.
Takk aftur allir sem lögðu hönd á plóg 💙