7,5 milljónir í tæki og búnað. – Nýjar styrkveitingar
Á undanförnum mánuðum hefur Hringurinn veitt eftirtalda styrki til kaupa á tækjum og búnaði.
Fyrirburavog og hjólaborð fyrir söfnunarfé sem safnaðist á aðventutónleikum þýska sendiráðsins í Vídalínskirkju. Verð án vsk 231.713.-
Meðgöngu- og sængurlegudeild. Styrkur til að kaupa 25 nýburavöggur af gerðinni TINY HiLo. Verðmæti u.þ.b. 3,2 milljónir króna miðað við núverandi gengi.
Skurðstofur Hringbraut. Styrkur til að kaupa geldýnu til notkunar við aðgerðir þegar mikilvægt er að rétt leiðni sé á milli barns og diatermis. Verð án vsk er kr. 365.426.-
Barnaskurðdeild. Styrkur til að kaupa tæki til sýnatöku úr slímhúð í görnum barna, þ.e. byssa, þrýstingsmælir og sýnatökublöð. Verð án vsk kr. 189.000.-
Göngudeild mæðraverndar- og fósturgreiningar. Styrkur til að kaupa á brjóstapumpu og hjólastand. Verð á brjóstapumpu kr. 195.000,- án vsk og hjólastandi kr. 49.600,- án vsk.
Svæfinga- og gjörgæsludeild við Hringbraut. Styrkur til að kaupa sex skjái og barkaspegilblöð til notkunar við barkaþræðingu barna. Verð án vsk kr. 2.399.872.-
Göngudeild mæðraverndar- og fósturgreiningar. Styrkur til að kaupa nýjan hugbúnað fyrir Voluson E10 tæki deildarinnar til að rannsaka fóstur í þrí- og fjórvídd. Hringurinn gaf upphaflega tækið á sínum tíma, þetta er viðbótarhugbúnaður við það tæki. Verð án vsk kr. 1.150.000.-