5,5 milljónir í áheit í Reykjavíkurmaraþoni
Alls söfnuðust 5.420.300 krónur fyrir Hringinn í Reykjavíkurmaraþoninu. Hringskonur þakka hlaupurum innilega fyrir ómetanlegan stuðning við starf Hringsins.
Úr Barnaspítalasjóði Hringsins eru veittir styrkir til að bæta aðbúnað barna sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda. Metnaður Hringskvenna er að börn hafi aðgang að bestu lækningatækjum og aðbúnaði sem til er á hverjum tíma. Eitt af aðalverkefnum Hringsins í gegnum tíðina hefur verið að styrkja Vökudeild Barnaspítalans. Í ár var safnað fyrir nýjum ljósalömpum sem notaðir eru til að meðhöndla gulu bæði hjá fyrirburum og fullburða börnum.