Jólamarkaður í Árbæjarsafninu 11. og 18. desember
Bráðum koma blessuð jólin er yfirskrift jóladagskrár Árbæjarsafns sunnudagana 11. og 18. desember.
Heimsókn á Árbæjarsafn er ómissandi hluti aðventunnar enda leitun að stað sem er eins notalegt og skemmtilegt að heimsækja á þessum tíma árs.
Jólaundirbúningur er í fullum gangi í bænum og Hringskonur verða á staðnum báða dagana að selja handunnar gersemar.
Auk okkar má einnig sjá heimafólk skera út laufabrauð, kemba ull, spinna garn og tálga skemmtilegar fígúrur úr tré. Húsbændur bjóða gestum að smakka íslenskt hangikjöt ásamt því að sjóða skötu í potti. Í hesthúsinu í Garðastræti eru verið að steypa kerti úr tólgi. Og á torginu má smakka brenndar möndlur og kaupa fallegt jólatré.
Það er frítt inn í ár þar sem verkefnið hlaut brautargengi í hverfakosningunum Hverfið mitt 2021-2022 og hlaut þar góðan fjárstyrk til að efla jóladagskrána og til að geta boðið ókeypis aðgang. Miðar fást á tix.is.
Hægt er að lesa sér meira til um dagskránna í viðburðinum sjálfum.