Hringurinn

Í þágu barna síðan 1904

Hringurinn er kvenfélag, stofnað árið 1904. Félagið hefur að markmiði að vinna að líknar- og mannúðarmálum, sérstaklega í þágu barna.

Á döfinni

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2023

Hringur fyrir Hringinn í Reykjavíkurmaraþoninu – Söfnum fyrir tæki sem er bylting í fyrstu meðferð fyrirbura!
Í maraþoninu í ár söfnum við fyrir bráðabúnaði fyrir fyrirbura sem gerir heilbrigðisstarfsfólki kleift að hefja meðferð barns áður en klippt er á naflastreng. Til þess að það sé hægt þarf sérstakt borð með bráðabúnaði og hitalampa sem hægt er að staðsetja við hlið fæðingarrúms.
Nýjustu rannsóknir benda til þess að sérstaklega hjá fyrirburum sé mikill ávinningur að bíða með að skilja á milli í a.m.k. eina mínútu eftir fæðingu og helst lengur en á sama tíma þarf að gæta þess að halda hita á barninu og veita því þá öndunaraðstoð og aðra bráðameðferð sem þarf.
Þetta er algjör bylting í fyrstu meðferð fyrirbura.
Hægt er að skrá sig í Reykjavíkurmaraþonið hér.
Við hvetjum hlauparana okkar að vera með í Facebook hlaupahópnum okkar.
Hlökkum til að sjá ykkur í hlaupinu 19. ágúst og á Fit and run hátíðinni dagana fyrir hlaupið!

Um Hringinn

Hringurinn er kvenfélag, stofnað árið 1904. Félagið hefur að markmiði að vinna að líknar- og mannúðarmálum, sérstaklega í þágu barna. Aðalverkefni félagsins um áratugaskeið hefur verið uppbygging Barnaspítala Hringsins. Mörg önnur verkefni, sem tengjast veikum börnum, hafa verið studd og styrkt, þeirra á meðal Barna- og unglingageðdeildin og ýmis sambýli fyrir fatlaða svo fátt eitt sé talið.

Nánar um starfsemina
Heimfarasett

Vefverslun

Í nýrri og endurbættri vefverslun Hringsins getur þú styrkt starfið með kaupum á jóla- og tækifæriskortum, prjónavöru af ýmsu tagi og annarri styrktarvöru.

Skoða nánar

Nýjustu vörurnar

Hringskonur eru ávallt með eitthvað nýtt á prjónunum. Hér er brot af því nýjasta.

Veitingastofan

Hringurinn hefur starfrækt veitingastofu í anddyri Barnaspítalans frá árinu 2003. Veitingastofan er fyrst og fremst ætluð fyrir aðstandendur barnanna.

Skoða nánar

Sækja um aðild

Umsókn um inngöngu í Hringinn

Langar þig að starfa að góðu málefni í skemmtilegum félagsskap. Endilega kíktu á umsóknarformið okkar!