Hringurinn

Í þágu barna síðan 1904

Hringurinn er kvenfélag, stofnað árið 1904. Félagið hefur að markmiði að vinna að líknar- og mannúðarmálum, sérstaklega í þágu barna.

Á döfinni

Jólakaffi Hringsins 2022

Hið víðfræga Jólakaffi Hringsins verður haldið í Hörpunni sunnudaginn 4. desember kl.13.30. Húsið opnar kl 13. Happdrætti, skemmtiatriði og heimagerðar kræsingar. Hluti af jólahefð margra.
Hlökkum til að sjá sem flesta!

Um Hringinn

Hringurinn er kvenfélag, stofnað árið 1904. Félagið hefur að markmiði að vinna að líknar- og mannúðarmálum, sérstaklega í þágu barna. Aðalverkefni félagsins um áratugaskeið hefur verið uppbygging Barnaspítala Hringsins. Mörg önnur verkefni, sem tengjast veikum börnum, hafa verið studd og styrkt, þeirra á meðal Barna- og unglingageðdeildin og ýmis sambýli fyrir fatlaða svo fátt eitt sé talið.

Nánar um starfsemina
Heimfarasett

Vefverslun

Í nýrri og endurbættri vefverslun Hringsins getur þú styrkt starfið með kaupum á jóla- og tækifæriskortum, prjónavöru af ýmsu tagi og annarri styrktarvöru.

Skoða nánar

Veitingastofan

Hringurinn hefur starfrækt veitingastofu í anddyri Barnaspítalans frá árinu 2003. Veitingastofan er fyrst og fremst ætluð fyrir aðstandendur barnanna.

Skoða nánar

Sækja um aðild

Umsókn um inngöngu í Hringinn

Langar þig að starfa að góðu málefni í skemmtilegum félagsskap. Endilega kíktu á umsóknarformið okkar!