Hringurinn

Í þágu barna síðan 1904

Hringurinn er kvenfélag, stofnað árið 1904. Félagið hefur að markmiði að vinna að líknar- og mannúðarmálum, sérstaklega í þágu barna.

Á döfinni

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2022

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er haldið 20. ágúst næstkomandi. Margar vegalengdir eru í boði og gefst öllum þátttakendum kostur á að hlaupa til styrktar góðu málefni. Við erum að sjálfsögðu skráð til leiks!

Um Hringinn

Hringurinn er kvenfélag, stofnað árið 1904. Félagið hefur að markmiði að vinna að líknar- og mannúðarmálum, sérstaklega í þágu barna. Aðalverkefni félagsins um áratugaskeið hefur verið uppbygging Barnaspítala Hringsins. Mörg önnur verkefni, sem tengjast veikum börnum, hafa verið studd og styrkt, þeirra á meðal Barna- og unglingageðdeildin og ýmis sambýli fyrir fatlaða svo fátt eitt sé talið.

Nánar um starfsemina
Heimfarasett

Vefverslun

Í nýrri og endurbættri vefverslun Hringsins getur þú styrkt starfið með kaupum á jóla- og tækifæriskortum, prjónavöru af ýmsu tagi og annarri styrktarvöru.

Skoða nánar

Nýjustu vörurnar

Hringskonur eru ávallt með eitthvað nýtt á prjónunum. Hér er brot af því nýjasta.

Veitingastofan

Hringurinn hefur starfrækt veitingastofu í anddyri Barnaspítalans frá árinu 2003. Veitingastofan er fyrst og fremst ætluð fyrir aðstandendur barnanna.

Skoða nánar

Sækja um aðild

Umsókn um inngöngu í Hringinn

Langar þig að starfa að góðu málefni í skemmtilegum félagsskap. Endilega kíktu á umsóknarformið okkar!