Hringurinn

Í þágu barna síðan 1904

Hringurinn er kvenfélag, stofnað árið 1904. Félagið hefur að markmiði að vinna að líknar- og mannúðarmálum, sérstaklega í þágu barna.

Á döfinni

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2023

Skráning er hafin í Reykjavíkurmaraþonið 2023
Í boði er að hlaupa hring fyrir Hringinn í maraþoninu 19. ágúst. Allur ágóði rennur óskiptur í Barnaspítalasjóð Hringsins.
 
Á síðasta ári söfnuðum við fyrir nýjum vöggum á Fæðingardeild Landspítalans og með ykkar hjálp voru vöggurnar afhendar fyrr á þessu ári 💙 Saman getum við haft mikil áhrif.

Um Hringinn

Hringurinn er kvenfélag, stofnað árið 1904. Félagið hefur að markmiði að vinna að líknar- og mannúðarmálum, sérstaklega í þágu barna. Aðalverkefni félagsins um áratugaskeið hefur verið uppbygging Barnaspítala Hringsins. Mörg önnur verkefni, sem tengjast veikum börnum, hafa verið studd og styrkt, þeirra á meðal Barna- og unglingageðdeildin og ýmis sambýli fyrir fatlaða svo fátt eitt sé talið.

Nánar um starfsemina
Heimfarasett

Vefverslun

Í nýrri og endurbættri vefverslun Hringsins getur þú styrkt starfið með kaupum á jóla- og tækifæriskortum, prjónavöru af ýmsu tagi og annarri styrktarvöru.

Skoða nánar

Veitingastofan

Hringurinn hefur starfrækt veitingastofu í anddyri Barnaspítalans frá árinu 2003. Veitingastofan er fyrst og fremst ætluð fyrir aðstandendur barnanna.

Skoða nánar

Sækja um aðild

Umsókn um inngöngu í Hringinn

Langar þig að starfa að góðu málefni í skemmtilegum félagsskap. Endilega kíktu á umsóknarformið okkar!