Jólakort Hringsins 2023

Jólakort Hringsins 2023 er hannað af listamanninum Brian Pilkington sem einnig hannaði kortið fyrir Hringinn í fyrra. Hann lagði mikla vinnu í að gera kortið eins fallegt og raun ber vitni. Kortið er með mynd af Askasleiki og kettlingum.

Kortin eru seld átta í pakka ásamt pakkamerkimiðum og kostar pakkinn kr. 2.000.-

Kortin fást í Pennanum, Hagkaup, Melabúðinni og Urðarapóteki.

Einnig geta fyrirtæki pantað kortin án texta og látið prenta eigin jólakveðju í kortin. Stakt kort, með eða án texta kostar kr. 250.-

Allur ágóði rennur óskiptur í Barnaspítalasjóð Hringsins. Sjóðurinn er aðalstyrktaraðili Barnaspítala Hringsins og Barna- og unglingageðdeildar. Sjóðurinn styrkir einnig ýmis málefni sem snerta veik börn á Íslandi.

Nánari upplýsingar um jólakortasöluna veita Hringskonurnar Hildur Þorvaldsdóttir (gsm. 863 6684) og Jóna Karen Jónsdóttir (gsm. 696 6936).

Aðrar fréttir