Píanópeysan, S/M -prjónauppskrift

2.000 kr.

Vigdís Stefánsdóttir hannaði þessa fallegu peysu. Hún hefur nú gefið Hringnum uppskriftina og er hún hér til sölu.

Peysan er fyrir fullorðna í stærðunum S/M yfirvídd 102 sm, M/L yfirvídd 111 sm og L/XL yfirvídd 120 sm. Gert er ráð fyrir léttlopa í uppskriftinni en einnig er hægt að nota Drops Air eða sambærilegt með prjónafestu 18 lykkjur/10 sm á prjóna nr. 4.5. Peysan er prjónuð í hring neðan frá og upp.

 

Þegar greiðsla hefur verið framkvæmd er vísað á síðu þar sem má hlaða uppskriftinni niður strax. Einnig kemur sjálfvirkur tölvupóstur með hlekkjum á síðuna þar sem uppskriftirnar eru til niðurhals. Hjá sumum lendir þessi tölvupóstur í spam hólfi, og hvetjum við viðskiptavini því til að athuga þar finni þeir ekki póstinn í innhólfi sínu.

Allur ágóði af vefverslun Hringsins rennur óskiptur í Barnaspítalasjóð Hringsins.

Tengdar vörur