Litla barn -prjónauppskrift
2.000 kr.
Sjöfn Kristjánsdóttir eigandi Stroff og höfundur margra prjónabóka hannaði þessa fallegu peysu. Hún hefur nú gefið Hringnum uppskriftina og er hún hér til sölu.
Peysan er fyrir börn á aldrinum 0-4 ára og er prjónuð með sléttu prjóni, ofan frá og niður, fram og til baka.
Þegar greiðsla hefur verið framkvæmd er vísað á síðu þar sem má hlaða uppskriftinni niður strax. Einnig kemur sjálfvirkur tölvupóstur með hlekkjum á síðuna þar sem uppskriftirnar eru til niðurhals. Hjá sumum lendir þessi tölvupóstur í spam hólfi, og hvetjum við viðskiptavini því til að athuga þar finni þeir ekki póstinn í innhólfi sínu.
Allur ágóði af vefverslun Hringsins rennur óskiptur í Barnaspítalasjóð Hringsins.