Styrkveitingar ársins 2014
Styrkveitingar Hringsins á árinu 2014 námu 30 milljónum króna. 110 milljóna króna gjöf í tilefni af 110 ára afmæli Hringsins sem var afhent 26. janúar 2014 var samþykkt á árinu 2013 og kemur því fram í reikningum þess árs. Á árinu 2014 veitti Hringurinn styrki til eftirfarandi:
Barnaspítali Hringsins. Hjartalínuritstæki á hjólastandi, tíu pela- og sprautuhitarar, ristil- og magaspeglunartæki. Þessi tæki voru keypt fyrir fjármuni sem söfnuðust í bjóráskoruninni á Facebook að upphæð sex milljónir króna.
Barna- og unglingageðdeild, BUGL. Nauðsynlegur búnaður í læknisskoðunarherbergi á legudeild, s.s. skoðunarbekkur, eyrna- og augnskoðunarsett, standvog og fylgihlutir, hlustunarpípa, reflexhamar, blóðþrýstingsmælitæki o.fl.
Fósturgreiningadeild Kvennadeildar LSH. Ómskoðunartæki m.a. til að meta vöxt fósturs og til að tímasetja fæðingu.
Lyngás, ÁS styrktarfélag. Baðbekksdýnur og æfingadýnur.
Bráða- og göngudeild G3, LSH, Fossvogi. Hitari fyrir skoðunarborð ungbarna, æðaljóstæki til að finna æðar í börnum. Leikföng frá Krumma barnasmiðju.
Gjörgæslu- og vöknunardeild á LSH. Styrkur til endurbóta á aðstandendaherbergjum.
Svæfinga- og gjörgæsludeild á LSH. Sérhæft tæki til barkaþræðingar á börnum ásamt mismunandi stærðum af barkaspeglum og berkjuspeglunartæki við nauðsynlega meðferð á aðskotahlutum í loftvegi.
Dropinn, styrktarfélag barna með sykursýki. Styrkur vegna reksturs sumarbúða fyrir yngri hóp barna á Löngumýri í Skagafirði.
Rjóðrið, hvíldar- og endurhæfingarheimili fyrir langveik börn. Endurbætur á garðskála til að fá aukið rými fyrir börnin til leikja og afþreyingar.
Sjónarhóll. Rekstrarstyrkur til þriggja ára vegna starfsmanns í fullu starfi og hálfrar stöðu foreldraráðgjafa.
Ísbjörninn Hringur. Styrkveiting vegna fastra heimsókna Hrings á Barnaspítalann til að gleðja börn sem þar dvHelja.
Öll verkefni Hringsins eru unnin í sjálfboðaliðastarfi Hringskvenna. Yfirbygging félagsins er engin og allir fjármunir sem safnast renna í Barnaspítalasjóð Hringsins.
Hringskonur þakka traust velunnara og stuðning við starf félagins. – Saman tryggjum við börnum á Íslandi bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á.