Styrkir til Móvaðs og Þingvaðs
Hringurinn hefur veitt nýja styrki til Móvaðs og Þingvaðs sem eru heimili fyrir fötluð börn. Á Móvaði búa fimm fjölfötluð börn á aldrinum 9-21 árs sem þurfa aðstoð við allar athafnir daglegs lífs. Hringurinn veitir styrk fyrir spjaldtölvu með standi, tölvu, skjá og heyrnartólum.
Í mars síðastliðnum opnaði nýtt heimili fyrir börn í Þingvaði. Þar búa nú fjögur börn, ein stúlka og þrír drengir. Þau eru á aldrinum 14-17 ára og öll með einhverfu og hegðunarraskanir auk þess sem stúlkan er blind. Ákveðið var að veita Þingvaði styrk til kaupa á Tölvu, Ipad og sjónvarpi.