Föstudaginn 20. maí næstkomandi kl. 14:00 – 17:30 verða Hringskonur staðsettar á Eiðistorgi að selja handunnar prjónavörur á börn 🧶
Verið hjartanlega velkomin að kíkja á yndislegar peysur, vettlinga og sokka.
Allur ágóði rennur óskiptur í Barnaspítalasjóð Hringsins.
Ef þið hafið ekki tök á að mæta er alltaf hægt að skoða úrvalið í vefverslun okkar.